Skip to main content

Hjólar hringinn í þágu einstaklinga með ADHD

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. jún 2016 12:01Uppfært 15. jún 2016 14:02

Þorsteinn Eyþórsson frá Borgarnesi lagði af stað hjólandi hringveginn þann 8. júní síðastliðinn og er nú staddur á Austurlandi.


Blaðamaður náði tali af Þorsteini í vatnspásu á Öxi fyrir skömmu og kvað hann ferðina ganga furðu vel. Þorsteinn er á áætlun en meiningin var að hjóla um 85 kílómetra á dag. „Þetta er áttundi dagurinn og ég ætla að fara þetta á sextán dögum. Dagurinn í fyrradag var svolítið erfiður í roki á fjöllunum en ég vann það upp og fór 108 kílómetra í gær”

Þorsteinn vill láta gott af sér leiða og safnar peningum fyrir ADHD samtökin. Hann valdi þau vegna þess að nokkur af barnabörnum hans eru greind með ADHD og stendur þetta málefni honum því mjög nærri. Hann vill vekja athygli á samtökunum og því sem þau standa fyrir.

Þorsteinn byrjaði að hjóla sér til heilsubótar og af hugsjón fyrir umhverfismálum fyrir um tvemur árum. Það þróaðist í áhuga á að sigra sjálfan sig og endaði með því að markmiðið var sett á Hringveginn.