Hrafna Hanna Elísa í yfirheyrslu; Pollíanna er helsta fyrirmyndin

Það er söngkonan Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir sem er í föstudagsyfirheyrslunni í dag, en hún mun einmitt taka þátt í rokkveislunni, Stelpurokk, sem flutt verður í Egilsbúð annað kvöld.



Fullt nafn: Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir.


Aldur: 28 ára.


Starf: Framleiðslustarfsmaður í kerskála hjá Alcoa Fjarðaáli.


Maki: Ingimar Torfi Sigurðsson.


Börn: Ólíver Leó Ingimarsson.


Uppáhalds tónlistarstefnan þín? Ég hef enga uppáhalds stefnu, er svona bland í poka.


Undarlegasti matur sem þú hefur smakkað? Pylsa með lúxus ísdýfu, bragðaðist vel.


Fallegasta land eða staður sem þú hefur heimsótt? Vestmannaeyjar.


Hver er þín helsta fyrirmynd? Pollýanna. Hún sér alltaf jákvæðu hliðarnar.


Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands og af hverju? Einhvern sem er til í starfið vegna ástríðu fyrir landinu, ekki launaseðilsins.


Hvað er í töskunni þinni? Svarthol.


Mesta undur veraldar? Pýramídarnir.


Hver er þinn helsti kostur? Samviskusemi


Hver er þinn helsti ókostur? Rosalega sjálfsgagnrýnin


Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Úff, ég bara veit það ekki.


Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum: Mjólk, rjómaost og sulta.


Ertu feministi? Ég er jafnréttissinni.


Duldir hæfileika? Ég get talað með strumparödd.

Hver er uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og afhverju? Þeir eru allir þokkalegir bara nema mánudagar. Mér leiðast mánudagar.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Jákvæðni og heiðarleika

Syngur þú í sturtu? Oftast.

Hvað ætlar þú að gera um helgina? Ég ætla að taka þátt í rokkveislunni Stelpurokk, sem verður í Egilsbúð á laugardaginn.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.