Skip to main content

Hrafnkelsdagur um verslunarmannahelgina

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. júl 2012 23:11Uppfært 08. jan 2016 19:23

hrafnkelsdagur2011.jpg

Hinn árlegi Hrafnkelsdagur verður haldinn á söguslóðum Hrafnkels sögu Freysgoða á laugardaginn, 4. ágúst, af Félagi áhugamanna um söguslóðir Hrafnkelssögu og söguferðamennsku á Héraði. 

 

Dagurinn hefst með ferð undir leiðsögn Páls Pálssonar. Lagt verður af stað frá N1 á Egilsstöðum kl. 13, ekið um söguslóðir og áð á sögustöðum. Ferðalöngum gefst kostur­ á að ganga niður í Hrafnkelsdal svokallaða Aðfararleið. 

Rútuferðin kostar kr. 3.000 fyrir 14 ára og eldri, veitingar á Aðalbóli innifaldar. Æskilegt að skrá sig í 866-3413 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 12 föstudaginn 3. ágúst.

Seinnipart dags, um kl. 17, hefst síðan dagskrá á Aðalbóli sem stendur fram á kvöld. Leikfélag Fljótsdalshéraðs flytur leikþátt byggðan á Hrafnkelssögu. Sýndur verður vattarsaumur og spjaldvefnaður. Austfirðingagoði segir frá hlutverki goða í heiðnum sið og um kl. 19 verður grilluð Faxasteik frá Kjötvinnslu KS og sopið á drykkjum frá Ölgerðinni. Farið verður í forna leiki eins og glímu, knattleik og hráskinnaleik.

Frítt fyrir 13 ára og yngri en 1000 kr. fyrir aðra, veitingar innifaldar. Allir velkomnir og hægt að koma beint í dagskrá á Aðalbóli.