Héraðsskátar í friðargöngu
Félagar í Skátafélagið Héraðsbúa gengu í gær fylktu liði í gegnum bæinn í friðargöngu. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið fer í slíka göngu sem er fastur viðburður hjá nokkrum skátafélögum.
„Er ekki notalegt að fara í góðra vina hópi og sýna kærleika þegar, ganga og kveikja á hinu eina sanna friðarljósi sem er með okkur þegar svona mikill ófriður er í heiminum,“ segir Þórdís Kristvinsdóttir, skátahöfðingi um hugsunina að baki göngunni.
Þetta er í fyrsta sinn sem gangan er gengin á Héraði en skátar þar hafa ár hvert farið í Egilsstaðakirkju og kveikt þar á aðventukransi í byrjun aðventunnar.
Í gærkvöldi var gengið frá félagsmiðstöðinni Nýung og að jólatré á mótum Lagaráss og Fagradalsbrautar þar sem friðarljós, sem göngumenn höfðu með sér, voru hengd upp. Þar voru sungnir söngvar, drukkið kakó og maulað á smákökum. Um sjötíu krakkar eru virkir í skátastarfi félagsins.