Húsvíkingar bjóða Austfirðingum í rútuferðir í leikhús

husavik_oho.jpg
Leikfélag Húsavíkur og ferðaþjónustuaðilar á svæðinu bjóða Austfirðingum upp á leikhúsferðir á söngleikinn Ást sem leikfélagið frumsýnir á laugardag.

Með þessu vilja Húsvíkingar gera tilraunir til að stækka markaðssvæði sitt en þetta mun vera í fyrsta skipti á Íslandi sem áhugaleikfélag hrindir af stað svo stóru samvinnuverkefni.

„Leikfélag Húsavíkur vill með sýningu sinni á Söngleiknum Ást hvetja landsmenn alla til að koma til Húsavíkur og kynnast höfuðborg ástarinnar af eigin raun - með því að sjá Söngleikinn Ást og njóta ferða, gistingar og góðs matar að auki hjá samvinnuaðilum Leikfélagsins,“ segir í tilkynningu.

Ást er eftir þá Vesturportsfélaga Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson. Leikstjóri er Jakob S. Jónsson, sem meðal annars vann með Leikfélagi Reyðarfjarðar á uppsetningu á Baðstofunni.

„Í verkinu segir frá Nínu sem birtist einn daginn á elliheimilinu og ætlar sér ekki að vera þar nema skamma stund – en svo hittir hún Grjóna og ástin fyllir líf þeirra – en það eru víst ekki allir ánægðir með það!“

Frumsýning er á laugardaginn og sýnt verður fram í desember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.