Hátíðahöld 17. júní á Héraði: Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. jún 2011 00:55 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Íbúar á Fljótsdalshéraði héldu upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní eins og aðrir landsmenn. Veðrið var fremur hryssingslegt en hátíðardagskráin var í íþróttamiðstöðinni. Sigþrúður Sigurðardóttir frá Brennistöðum var fjallkona dagsins og flutti ljóð Hannesar Hafstein ort á 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar „Þagnið dægurþras og rígur!“ Agl.is var á staðnum og fangaði það sem fyrir augu bar.






