Hátíðartónleikar Miri í Sláturhúsinu
Síðastliðinn fimmtudag, 14. apríl, héldu strákarnir í hljómsveitinni Miri tónleika til að fagna tímamótum á ferli sínum. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, "Okkar", sem hlotið hefur góðar viðtökur hérlendis, mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í næsta mánuði, auk þess sem hljómsveitin afhjúpaði nýjasta meðlim sinn, Skúla Magnússon. Tónleikarnir fóru fram í Vegahúsinu í Sláturhúsinu og var þar mikið stuð.
Hljómsveitina Miri skipa þeir Árni Geir, Hjalti Jón, Ívar Pétur og Óttar Brjánn ásamt hinum nýja gítarleikara Skúla Magnússyni. Auk þeirra stigu á svið Hafþór Valur, munnhörpuleikari, og Halldór Waren, hljómborðsleikari, og sýndu báðir frábæra takta. Miri mun á komandi tímum leggjast í ferðalag yfir höfin til að kynna plötuna og vildi hljómsveitin með þessum tónleikum hefja ferðalagið á heimaslóðum.
Auk þeirra spilaði á tónleikunum Loji Höskuldsson. Loji er gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Sudden Weather Change og gaf nýverið út sólóplötuna "Skyndiskyssur".
Eins og kom fram var mikið stuð á tónleikunum og skemmtu gestir Vegahússins sér konunglega.
Heimasíða Miri: http://myspace.com/mirimusic
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.