Hundur í óskilum í Loðmundarfirði
Norðlenski fjöllistahópurinn Hundur í óskilum treður upp í Loðmundarfirði annað kvöld á árlegum hausttónleikum. Þar sýna þeir tónlistarsýninguna Saga þjóðar.
Það eru þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur G. Stephensen sem mynda Hund í óskilum. Sýningin, sem Benedikt Erlingsson leikstýrði, hefur notið mikilla vinsælda og var meðal annars notuð við tökur á myndum í Símaskrána 2012.
Í sýningunni fara þeir í grófum dráttum yfir Íslandssöguna, allt frá þeim sem fundu landið til þess að týna því aftur til okkar sem byggjum það í dag. Búast má við að þeir blandi öðru efni saman við sýninguna.
Barnatónleikar verða um daginn kl 16:00, og svo almennir tónleikar kl 20:00 Aðgangur verður valfrjáls eins og áður og tilboð á gistingu fyrir gesti.