Hver er Austfirðingur ársins?
Hver er Austfirðingur ársins að þínu mati? Austurfrétt stendur í lok árs fyrir kjöri á þeim sem lesendum vefsins þykir hafa skarað fram úr í austfirsku samfélagi á árinu.
Í þessari viku er tekið við tilnefningum á Facebook-síðu okkar en kosningin sjálf verður síðar. Skráðu nafn þess sem þér finnst hafa staðið sig austfirðinga best á árinu í skilaboð.