Hvergi betra að taka upp þráðinn en á Seyðisfirði

„Það er alltaf svo frábært að spila í Bláu Kirkjunni og þegar við fengum tækifæri til þess núna þá stukkum við á það,“ segir gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason en hann verður með tónleika ásamt saxófónleikaranum Einar Braga og fleirum á Seyðisfirði í kvöld.



Jón Hilmar og Einar Bragi hafa starfað og spilað saman í mörg ár og verður tónlistin verður út ýmsum áttum bæði eftir þá Jón Hilmar og Einar Braga og einnig verða nokkur af þeirra uppáhalds lögum á efnisskránni. Hljómsveitin er skipuð austfirskum tónlistarmönnum.

„Við verðum mest með heimagerða tónlist þó hún verði ekki alveg öll úr okkar eldhúsi, hálfgert heimabrugg. Gestir tónleikana fá að heyra lög af Draumum Einars Braga sem að mínu mati er ein besta hljómplata sem hefur verið gefin út á Austurlandi. Einnig munum við flytja splunkunýja tónlist eftir mig. Við verðum með frábæra hljómsveit með okkur skipaða þeim Þorláki Ægi, Þórði Sig, Hafþóri Snjólfi og svo verður Erla Dóra Vogler sérstakur gestur.

Það er orðið nokkuð langt síðan að við spiluðum saman síðast hér fyrir austan og hvergi betra að taka upp þráðin en á Seyðisfirði. Við hlökkum til að sjá gamla og nýja vini í Bláu kirkjunni í kvöld.“

Nánar má lesa um viðburðinn hér. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.