![](/images/stories/news/2017/hnútar.jpg)
"Hvernig við finnum líkamlega nærveru annars í sama rými?"
„Hugmyndin um verkið fæddist á vormánuðum og er gaman að sjá það verða að veruleika. Við erum að reyna að uppgötva hvernig fólk heldur sambandi við sína nánustu og hvernig samskipti á milli einstaklinga fara fram, augliti til auglist, í gegnum síma og í gegnum samfélagsmiðla“ segir Alona Perepelytsia, skipuleggjandi Hnúta, sem fram fer nú um helgina.
Hnútar er alþjóðleg vinnusmiðja fjögurra listamanna frá Úkraínu og Íslandi sem sett er saman af dans-, leik- og vídjóverkum. Listamenn hópsins eru dansarar, danshönnuðir, ljósmyndari og myndatökumaður. „Síðustu 8 daga hefur vinnusmiðjan staðið yfir í Sláturhúsinu. Í gegnum dagana höfum við tekið viðtöl við fólk hér á Egilsstöðum og spurt þau margra spurninga. En vorum í rauninni aðeins að leita svara við einni spurningu. Hvernig við finnum líkamlega nærveru annars í sama rými? Hvað skapar einstæða nærveru? Skynjar fólk sérstöðu þessa á daglegum basis eða geta nútímasamskiptatækni komið alfarið í stað þessa, “ segir Alona.
Afrakstur vinnusmiðjunnar munu gestir og gangandi geta séð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld, 22. September kl. 20:00 og 23. September kl. 14:00 og 16:00. „Það verður danssýning samhliða innsetningunni þar sem við leiðum gesti í gegnum völundarhús hugsana og tilfinninga,“ Alona.