„Í raun gætu ég og amma mín gert sömu æfinguna“

„Ég byrjaði í „Krakka Crossfit“ sumarið 2015 vegna þess að foeldrar mínir voru í Crossfit, mér fannst það spennandi og ég vildi prófa eitthvað nýtt,“ segir Bjartur Berg Baldursson, 14 ára Egilsstaðabúi sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmeistaramóti unglinga í Ólympískum lyftingum.


Langaði fljótlega að gera eitthvað meira í þessu
Bjartur Berg Baldursson var sá fyrsti sem keppti fyrir nýstofnað Lyftingafélag Austurlands í Ólympískum lyftingum um helgina með fyrrgreindum árangri. „Mig langaði mjög fljótlega að gera eitthvað meira í þessu þannig að ég fór á grunn námskeið ásamt systur minni í janúar 2016 með Evert Víglundssyni. Síðan þá hef ég farið á tvö Ólympísk lyftingarnámskeið með Bjarma Hreinssyni og eitt sipp námskeið með Hrefnu Ösp Heimisdóttur,“ segir Bjartur Berg.


Með hausinn rétt skrúfaðann á
Í upphafi kom Evert Víglundsson reglulega á Austurland og hélt námskeið á vegum Crossfit Austur, en þjálfarar CrossfitAustur sjá alfarið um grunnnámskeiðin í dag. „Við höfum fengið þjálfara til okkar til að halda fjölbreytninni gangandi. Aðsóknin er búin að vera stigvaxandi frá opnun Crossfit Austur, en sérstaklega hefur hún verið mikil frá því á mars á þessu ári. Við erum við það að springa sem er auðvitað ótrúlega gaman“, segir Sonja Ólafsdóttir, eigandi Crossfit Austur. Hún segir Bjart mjög efnilegann bæði í Ólympískum lyftingum sem og Crossfit. „Hann er með hausinn rétt skrúfaðann á og markmiðin eru mjög skýr, hann á eftir að ná langt. Virkilega gaman að fá að þjálfa svona metnaðarfullan einstakling.“

Hefur fengið mjög góða leiðsögn þjálfaranna í Crossfit Austur
„Ólympískar lyftingar eru snörur (e. snatch) og jafnhending (e. clean & jerk). En jafnhending er þegar stöng er lyft í tveimur hreyfingum ypp fyrir höfuð. Snörun er þegar stöng er lyft með útrétta arma frá gólfi og upp fyrir höfuð í einni samfelldri hreyfingu með því að toga í stöngina og breygja sig undir hana á réttu augnabliki. Crossfit byggir á síbeytilegri blöndu lyftinga, líkams- og þolæfinga. Ólympisku lyfturnar eru því hluti af Crossfit æfingakerfinu,“ útskýrir Bjartur Berg.
Bjartur segist hafa verið duglegur að stunda Crossfit og hafa sérstaklega gaman af ólympísku greinunum og þar af leiðandi lagt talsvert í þær æfingar. „Ég hef fengið mjög góða leiðsöng þjálfaranna í Crossfit Austur og lært mikið af þeim. Ég keppti í fyrsta sinn á UMFÍ sem fram fór á Egilsstöðum, í Crossfit Austur, um verslunarmannahelgina en vissi lítið hvar ég stæði. Í ólympískum lyftingum er keppt í þyngdarflokkum sem eru all nokkrir og því ekki alltaf fjölmennt í hverjum flokki þó aldursbilið geti verið stórt. Árangur minn kom því ekkert sérstaklega á óvart. Ég keppti í flokki U17 þar sem allir innan ákveðins þyngdarflokks keppa saman og eru yngri en 17 ára.“


Með því skemmtilegasta sem ég geri
Bjartur segir Crossft íþrótt fyrir alla, jafnt unga sem aldna þar sem hægt er að aðlaga æfinguna að getu hvers og eins. „Í raun gætu ég og amma mín gert sömu æfinguna. Auk þess er skemmtilegur félagsskapur í crossfit þar sem markmið allra er að líða vel og ayka hreysti. Þetta er með því skemmtilegasta sem ég geri og á meðan svo er ætla ég að halda áfram að bæta mig í Crossfit og ólympískum lyftingum. Mig langar að keppa á sem flestum mótum í báðum þessum greinum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.