Íbúafundi frestað út af Evrópusöngvakeppninni

Ákveðið hefur verið að fresta íbúafundi um fjármál sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs sem halda átti í kvöld. Íbúafundurinn rekst á við fyrri forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.


„Það er meðal annars vegna þess,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs í svari við fyrirspurn Austurfréttar um hvort söngkeppnin hefði haft áhrif á frestun fundarins.

Fundurinn verður þess í stað í Egilsstaðaskóla þriðjudaginn 17. maí klukkan 20:00. Þar verður farið yfir ársreikning Fljótsdalshéraðs vegna ársins 2015, auk þess sem framundan er á yfirstandandi ári og næstu árum, varðandi rekstur og framkvæmdir sveitarfélagsins.

Fleira er í gangi á Héraði í kvöld þar sem Huginn og Höttur mætast í bikarkeppni karla í knattspyrnu á Fellavelli klukkan 19:00. Á sama tíma tekur Fjarðabyggð á móti Sindra í bikarnum á Norðfjarðarvelli.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.