Skip to main content

Innrás úr austri í Hörpu – Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. sep 2016 18:13Uppfært 19. sep 2016 13:34

Austfirskir listamenn gerðu innrás í Reykjavík með tónleikum í Hörpu um síðustu helgi sem um eitt hundrað gestir, margir með taugar austur, sóttu.


Kvöldið byrjaði á Blind, tónleikum þar sem bundið er fyrir augu áheyrenda. Berglind Ósk Agnarsdóttir, sagnaþula frá Fáskrúðsfirði, fór með dæmisögur utan úr Evrópu fyrir gesti meðan Jón Hilmar Kárason lék undir á gítar í myrkvuðum salnum en Guðjón Birgir Jóhannsson hannaði hljóðmyndina.

Jón Hilmar hélt áfram og spilaði með gítarrokksveitinni Dútli ásamt Þorláki Ágústssyni og Orra Smárasyni fyrir hlé.

Rokkararnir í Vaxi hófu leikinn eftir hlé en síðust á svið var Fura, hljómsveit Bjartar Sigfinnsdóttur frá Seyðisfirði. Fura starfar í Danmörku og hélt afar fína tónleika í Hörpunni. Hljóðinu í salnum stjórnaði Hallur Jónsson, gjarnan kenndur við Bloodgroup. Þá skreytti danskur videolistamaður tjald fyrir ofan sviðið með myndskeiðum í takt við tónlistina.

Um 100 gestir voru í Norðurljósasal Hörpu, margir Austfirðingar en einnig erlendir ferðamenn sem vildu láta koma sér á óvart. Ljósmyndari Austurfréttar var einnig á staðnum.

Innras Ur Austri 0013 Web
Innras Ur Austri 0025 Web
Innras Ur Austri 0038 Web
Innras Ur Austri 0048 Web
Innras Ur Austri 0057 Web
Innras Ur Austri 0061 Web
Innras Ur Austri 0091 Web
Innras Ur Austri 0125 Web
Innras Ur Austri 0140 Web
Innras Ur Austri 0176 Web
Innras Ur Austri 0209 Web
Innras Ur Austri 0230 Web