Íslenskar söngperlur í Tónlistarmiðstöðinni í kvöld

Þórhildur Örvarsdóttir söngkona og Helga Kvam píanóleikari standa halda tónleika í Tónlistarmiðstöð Austurlands í kvöld. Á dagskrá eru íslenskar söngperlur allt frá Sigvalda Kaldalóns til Megasar.


Þórhildur og Helga hafa starfað saman í nokkur ár og eru báðar í kvennahljómsveitinni Norðlenskar konur í tónlist, þær opnuðu tónleikaröð Listasumars á Akureyri með dagskránni Íslenskar söngperlur í áranna rás fyrir fullum sal.

Þórhildur og Helga eru þekktar fyrir einstakan samhljóm og skemmtilega sviðsframkomu og er óhætt að lofa góðri kvöldstund þar sem íslensku söngperlurnar í gegnum árin munu draga fram minningar þeirra sem á hlýða.

Tónleikarnir hefjast í kvöld klukkan 20:00.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.