Skip to main content

Íslenskar söngperlur í Tónlistarmiðstöðinni í kvöld

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. ágú 2017 11:59Uppfært 08. ágú 2017 12:00

Þórhildur Örvarsdóttir söngkona og Helga Kvam píanóleikari standa halda tónleika í Tónlistarmiðstöð Austurlands í kvöld. Á dagskrá eru íslenskar söngperlur allt frá Sigvalda Kaldalóns til Megasar.


Þórhildur og Helga hafa starfað saman í nokkur ár og eru báðar í kvennahljómsveitinni Norðlenskar konur í tónlist, þær opnuðu tónleikaröð Listasumars á Akureyri með dagskránni Íslenskar söngperlur í áranna rás fyrir fullum sal.

Þórhildur og Helga eru þekktar fyrir einstakan samhljóm og skemmtilega sviðsframkomu og er óhætt að lofa góðri kvöldstund þar sem íslensku söngperlurnar í gegnum árin munu draga fram minningar þeirra sem á hlýða.

Tónleikarnir hefjast í kvöld klukkan 20:00.