Þjóðhátíðardegi Norðmanna fagnað í Fellabæ

Í dag, 17. maí, er þjóðhátíðardagur Noregs. Norska fánann mátti sjá við hún í Fellabæ í dag af því tilefni.

norski_faninn.jpgÞað vekur óneitanlega athygli þegar fánar annarra landa eru dregnir að húni á Íslandi. Þegar norski fáninn var dreginn að húni við hús í Fellabæ í morgun og blaðamaður fór að hugsa um hvers vegna hann blakti þarna, einmitt í dag. Svarið við þeim vangaveltum var einfalt, jú það er þjóðhátiðardagur Noregs í dag.

Það lífgar óneitanlega upp á tilveruna að sjá fánum annarra landa flaggað og minnir okkur á að við erum partur af hinum stóra heimi í alþjóðlegu samfélagi þjóðanna. Það minnir okkur einnig á að sífellt verður styttra á milli landa heims með aukinni tækni og bættum samgöngum, þó nú um þessar mundir um örskotsstund, dragi öskuský fyrir sólu í þeim efnum.

Til hamingju Norðmenn! 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.