Jónas Sig á Bogganum: Rangur maður - Myndband
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. júl 2012 11:51 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson hélt í gærkvöldi sína sextándu tónleika á átján dögum í Fjarðaborg á Borgarfirði eystri. Stefnan er að halda átján tónleika og á Jónas því enn eftir tónleika í kvöld og á morgun.
Jónas tók þar lagið Rangur maður, sem hann gerði frægt með Sólstrandargæjunum, að beiðni gesta og sagði frá því hvernig línur á borð við „Af hverju var ég fullur á virkum degi“ hafa ferðast víðar en þeim var ætlað í upphafi.
Agl.is var á staðnum og fangaði stemminguna.