Jónas Sig með sólógjörning á Borgarfirði Eystri
Tónlistarmaðurinn
Jónas Sigurðsson verður með 18 tónleika á sama stað á sama tíma í 3 vikur.
Vegna útkomu sólóplötu hans, Þar sem himinn ber við haf, mun Jónas efna til tónleikaraðar í félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgarfirði Eystri dagana 7-28. Júlí. Þar treður hann upp sex sinnum í viku þessar þrjár vikur, og hefjast allir tónleikarnir klukkan 21:00. Frítt verður inn á alla tónleikana nema þá síðustu.
Uppákomurnar verða 18 talsins þar sem Jónas kemur fram með tölvu og gítar en fær einnig til liðs við sig valinkunna tónlistarmenn eins og Ómar Guðjónsson, gítarleikara, Magna Ásgeirsson, söngvara og Svavar Pétur Eysteinsson, söngvara, svo nokkrir séu nefndir. Einnig mun tónlistarfólk af staðnum taka þátt í verkefninu.
Nýja platan sem Jónas vinnur að í samvinnu við Lúðrasveit Þorlákshafnar og tónlistarband eldri borgara í bænum, Tóna og Trix, kemur út á haustmánuðum. Í tilefni af tónleikaröðinni í Fjarðarborg fer nú fyrsta smáskífa plötunnar, Þyrnigerðið í loftið.
Hægt
verður að fylgjast með gjörningnum á Fésbókarslóðinni;
http://www.facebook.com/events/244184889032647/
Einnig
verður öllum tónleikunum streymt beint á Netinu undir slóðinni;
http://www.ustream.tv/channel/fjardarborg