„Jói prjónar alla þumla og gengur frá endum“
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. ágú 2017 08:17 • Uppfært 24. ágú 2017 13:23
Nú fer hver að verða síðastur til að líta við á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði þetta sumarið, en síðasti opnunardagurinn er 19. september.
Á Salthússmarkaðnum má finna fjölbreytt handverk heimamanna og brottfluttra Stöðfirðinga. Guðný Kristjánsdóttir, ein af stofnendum markaðarins, segist hafa gengið lengi með hugmyndina sem varð svo að veruleika árið 2009.
Markaðurinn hefur farið stígandi undanfarin ár og í dag telur hópurinn sem að honum kemur um 40 manns. Fyrstu sex árin var hann í gamla salthúsi bæjarins en þetta er þriðja sumarið sem hann er starfræktur í núverandi húsnæði.
Guðný segir vinnuna við Salthússmarkaðinn gefandi í alla staði og skipti miklu máli, bæði fyrir þá sem að honum standa sem og samfélagið.