Júlífílingur í rafmagnsleysinu: Henda kjötinu á grillið

„Við erum að reyna að plana kvöldið, púsla mat og svoleiðis. Það er aðeins farið að kólna í húsinu en ef ekki verður þeim mun kaldara verðum við bara heima, vel klædd og hendum kjötinu á grillið,“ segir Guðný Drífa Snæland, á Skeggjastöðum í Fellum.


Rafmagn fór þar af á fjórða tímanum í nótt og ljóst er að það kemst ekki á aftur fyrr en seint í kvöld í fyrsta lagi.

Það sem af er degi hefur fjölskyldu hennar borist fjöldi heimboða. „Skilaboðunum hefur rignt inn um að við getum komið í jólabað, því hér er ekkert heitt vatn, kaffi, verið með í kvöld og gist í nótt eða um autt húsnæði á Egilsstöðum.

Hinn sanni jólaandi er greinilega til staðar en það er ekki hlaupið að því að fara því við þurfum að sinna skepnum hér.“

Guðný Drífa býr á Skeggjastöðum þar ásamt manni sínum Einari Erni Guðsteinssyni og börnum þeirra 7 og 9 ára. Hún segir rafmagnsleysið leggjast verst í börnin. „Við stungum upp á að fresta jólunum en þau voru ekki til í það.

Pakkarnir verða því opnaðir við ennis- og kertasljós. Þetta verður svona júlífílingur um jól með kjöti ðá grillinu. Við verðum heldur ekki í sparifötunum heldur líkari jólasveinunum í Dimmuborgum í ullarsíðbrók og lopapeysu.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.