![](/images/stories/news/2016/kajakmenn.jpg)
Kajakræðurum bjargað í land: Vinna fyrir húsaskjóli með að gera að þorski
Tveimur breskum kajakræðurum sem lögðu af stað um helgina frá Austfjörðum til Færeyja var á mánudag bjargað í land undan vondri veðurspá. Þeir velta nú fyrir sér næstu skrefum.
Tvímenningarnir, Olly Hicks og George Bullard, lögðu af stað frá Norðfirði á laugardag og hugðust róa 280 mílna leið til Færeyja. Áætlað var að ferðin tæki 4-6 daga og allan þann tíma myndu þeir hafast við um borð í kajökunum.
Veðurspár breyttust hins vegar þeir voru komnir af stað og á mánudag tók þeir þá ákvörðun að snúa við og fengu far með fiskveiðibát til baka. Af myndum á bloggsíðu þeirra af dæma fór vel um þá í bátnum þar sem þeir borguðu fyrir farið með að hjálpa skipverjum við að gera að fiskinum.
Þeir komu í land á Stöðvarfirði og fylgjast nú með veðurspám í von um að geta gert aðra atlögu áður en um langt um líður.
Gallinn er sá að allur þeirra viðlegubúnaður var farinn til Færeyja og hjálpa þeir því enn til við fiskveiðarnar en fá í staðinn skjólshús hjá skipverjum.
Þeir vonast til að geta gert aðra atlögu seinni hluta vikunnar eða í byrjun þeirra næstu.
Olly og George lögðu af stað frá Grænlandi í byrjun júlí, réru þaðan að Hornströndum og meðfram ströndinni austur með landinu. Eftir stopp í Færeyjum stefna þeir til Skotland en með ferðinni hyggjast þeir sannræna sögu um að grænlenskur frumbyggi, sem kom að landi á Skotlandi á 17. öld, hafi getað róið þangað alla leið á kajak.