Skip to main content

Kajakræðarar róa meðfram Austfjörðum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. maí 2011 11:11Uppfært 08. jan 2016 19:22

rian_maanser_dan_kajak.jpgKajakræðararnir Rian Manser og Dan Skinstad, sem hófu ferð sína á kajak umhverfis Ísland um miðjan mars, komu til Austfjarða um helgina og róa meðfram austurströndinni næstu daga.

Félagarnir komu til Vopnafjarðar um miðja vikuna og róa nú áfram úti fyrir Austfjörðum. Þeir hófu för sína frá Húsavík 16. mars og gera ráð fyrir að vera fjóra mánuði að 500 km leið umhverfis Ísland. Þeir róa að meðaltali 21 kílómeter á dag í 96 daga en hvíla í nítján.

Ferðin er mikil áskorun fyrir báða. Þótt Riaan sé vanur ræðari hefur hann ekki áður leitt ferð yfir erfiða leið. Dan er með lítillega skerta hreyfigetur og tekst á við þær áskoranir sem henni fylgja.

Þeim fylgir vel búið lið tökumanna og ljósmyndara sem vinna að heimildarmynd um ferðina. Liðið hjálpar tvímenningunum samt ekki. Þeir þurfa að tjalda sjálfur á hverjum degi, útvega sér mat og takast á við hverjar þær aðstæður sem upp kunna að koma.

Nánar má fylgjast með ferðum þeirra á heimasíðu Riaan.