Kanadíski flugherinn birtir myndband frá æfingu á Norðfirði

Þyrla kanadíska flughersins var við æfingar á Austurlandi í síðustu viku og kom meðal annars við á Norðfirði. Flugherinn hefur nú birt myndband af æfingunum þar.


Meðlimir 103. flugbjörgunarsveitar 9. flughers kanadíska flughersins eru vanalega staðsettir á Nýflundnalandi og sinna leit og björgun á Atlantshafi á svæði sem liggur að Íslandi.

Tilgangur heimsóknar hingað var að efla samskipti þyrlusveita Íslands og Kanada auk þess sem Íslendingar æfðu sig í að taka á móti erlendu björgunarliði ef á þyrfti halda við umfangsmiklar björgunaraðgerðir.

Þeir komu á Agusta Westland CH-149 Cormorant björgunarþyrlu sem er um það bil helmingi stærri en þyrlur Landhelgisgæslunnar. Æft var með varðskipinu Þór og björgunarsveitum á Austurlandi og þyrlu gæslunnar á Langjökli.

Samkvæmt fréttum frá bæði gæslunni og kanadíska flughernum var ánægja með æfingarnar. „Það getur vel verið að þúsundir kílómetra skilji okkur að en við sameinust í baráttunni fyrir að bjarga mannslífum,“ sagði Auður Kristinsson, verkefnisstjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni.

 

 
SAREX in Iceland

WATCH! Outstanding video straight out of Iceland - joint SAREX#SARSunday #SARPartners Members of 103 Search and Rescue Squadron from 9 Wing Gander, Newfoundland, are returning home after training with the Icelandic Coast Guard and local Search and Rescue teams from February 9-12, 2016. Aviation royale canadienne Canadian Armed Forces Iceland Embassy of Iceland in Canada Embassy of Canada to Iceland SARscene Conference / Conférence SARscène (Canada) Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard

Posted by Royal Canadian Air Force on Sunday, 14 February 2016

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.