![](/images/stories/news/2016/kanadiskur_flugher_nesk.jpg)
Kanadíski flugherinn birtir myndband frá æfingu á Norðfirði
Þyrla kanadíska flughersins var við æfingar á Austurlandi í síðustu viku og kom meðal annars við á Norðfirði. Flugherinn hefur nú birt myndband af æfingunum þar.
Meðlimir 103. flugbjörgunarsveitar 9. flughers kanadíska flughersins eru vanalega staðsettir á Nýflundnalandi og sinna leit og björgun á Atlantshafi á svæði sem liggur að Íslandi.
Tilgangur heimsóknar hingað var að efla samskipti þyrlusveita Íslands og Kanada auk þess sem Íslendingar æfðu sig í að taka á móti erlendu björgunarliði ef á þyrfti halda við umfangsmiklar björgunaraðgerðir.
Þeir komu á Agusta Westland CH-149 Cormorant björgunarþyrlu sem er um það bil helmingi stærri en þyrlur Landhelgisgæslunnar. Æft var með varðskipinu Þór og björgunarsveitum á Austurlandi og þyrlu gæslunnar á Langjökli.
Samkvæmt fréttum frá bæði gæslunni og kanadíska flughernum var ánægja með æfingarnar. „Það getur vel verið að þúsundir kílómetra skilji okkur að en við sameinust í baráttunni fyrir að bjarga mannslífum,“ sagði Auður Kristinsson, verkefnisstjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni.
SAREX in IcelandWATCH! Outstanding video straight out of Iceland - joint SAREX#SARSunday #SARPartners Members of 103 Search and Rescue Squadron from 9 Wing Gander, Newfoundland, are returning home after training with the Icelandic Coast Guard and local Search and Rescue teams from February 9-12, 2016. Aviation royale canadienne Canadian Armed Forces Iceland Embassy of Iceland in Canada Embassy of Canada to Iceland SARscene Conference / Conférence SARscène (Canada) Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard
Posted by Royal Canadian Air Force on Sunday, 14 February 2016