Karlakórinn Heimir kemur austur á land

karlakorinn_heimir_web.jpg
Karlakórinn Heimir er væntanlegur austur á land og heldur tvenna tónleika í fjórðungnum á laugardag.

Dagskráin verður sambærileg þeirri sem kórinn hefur verið með í vetur.  Fyrir hlé er hefðbundin karlakóratónlist á efnisskránni.  Eftir hlé er breytt um takt, hljómsveit skipuð kórmönnum stígur fram Guðrún Gunnarsdóttir kemur til lið við kórinn.  Aðrir einsöngvarar eru allir úr röðum kórmanna, þeir eru Ari Jóhann Sigurðsson, Pétur Pétursson, Árni Geir Sigurbjörnsson og Sveinn Rúnar Gunnarsson.

Stjórnandi karlakórsins Heimis er Stefán Gíslason, undirleikari er Thomas Higgerson.

Fyrri tónleikarnir verða í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 15:00 en þeir seinni um kvöldið klukkan 20:30 í Egilsstaðakirkju.

Miðaverðið er 4.000 krónur og selt við innganginn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.