Karlmaður slasaður eftir að hafa verið hrint niður tröppur á blóti
Karlmaður á tvítugsaldri missti meðvitund eftir að hafa verið hrint niður tröppur á þorrablóti á Vopnafirði um helgina. Maðurinn var sendur til Reykjavíkur með sjúkraflugi.
Í frétt Pressunnar um málið segir að til stympinga hafi komið á blótinu í Miklagarði á laugardag, milli þess slasaða og tveggja annarra. Svo fór að honum var hringt niður tröppur hússins. Hann datt niður 5-6 tröppur áður en hann stöðvaðist á stigapalli.