Kennir gúmmelaðisgerð með núvitundarívafi
„Þetta er afar áhugavert matreiðslunámskeið með núvitundarívafi og ég held að fólk verði að hafa hraðar hendur því það selst alltaf upp á þau,“ segir Tinna Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú um matreiðslunámskeið með Röggu nagla sem haldið verður á Egilsstöðum í nóvember.
Ragga nagli er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í heilbrigðu líferni og þeim hugsanagangi og umgjörð sem þarf að skapa sér til að ná árangri.
„Mér fannst spennandi að fá hana til okkar, en flestir vita hver Ragga nagli er, en hún er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum. Svo finnst mér nálgunin sem hún vinnur eftir svo frábær – þetta er ekkert „svart og hvítt“ eða „allt eða ekkert“,“ segir Tinna.
Allt hráefni verður á staðnum. „Hún hefur verið með námskeið í Reykjavík sem hún kallar „Mindful eating“ en af því að þetta er bæði langt og dýrt ferðalag setti hún þetta bara saman fyrir okkur, þannig að við fáum matreiðslunámskeið með núvitundarívafi. Hún kennir okkur að elda allskonar gúmmelaði úr góðum hráefnum og meðan við borðum þá talar hún um núvitund, eða „mindful eating“, þar sem hún fer yfir það hvernig við veljum matinn, hvernig við borðum hann til að auka meðvitundina um hvað við látum ofan í okkur og hvers vegna.“
Kunnum við að nota hráefnið sem við kaupum?
En, af hverju ætti fólk að hlaupa til og mæta að Tinnu mati? „Sko. Við erum alltaf að kaupa okkur allskonar heilsuvörur án þess að hafa hugmynd um hvernig við eigum að nota þær. Ragga nagli mun fara yfir þetta allt og svo hef ég heyrt að hún sé líka svo agalega skemmtilegt. Ég held að þetta sé afar gagnlegt námskeið fyrir þá sem aðhillast heilsu og vilja vita meira, sem og þá sem eru að byrja og vita ekkert.“
Námskeiðið fer fram í grunnskólanum á Egilsstöðum laugardaginn 12. nóvember milli klukkan 12:00 og 16:00 en skráningar eru þegar hafnar hér. Ef að skráningunni þinni er hafnað vegna þess að námskeiðið er fullt, sendu þá póst á Tinnu gegnum netfangið
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Nettó og WOW vörurnar.
Það þarf að greiða fyrirfram til að tryggja þátttöku á námskeiðinu. Ekki verður hægt að greiða á staðnum.