Kom til Íslands í leit að innblæstri og friði

Danshöfundurinn og dansarinn Billie Hanne verður með sýninguna Deep Brown Sea í Frystiklefa Sláturhússins í dag.

Billie Hanne er frá Belgíu og starfar sem danslistamaður og kennir um allan heim. Að undanförnu hefur hún dvalið í Kaffistofunni, listamannaíbúð Sláturhússins.

Billie segist hafa komið til Íslands í leit að innblæstri og frið til að vinna að list sinni, en hún sækir í að vinna með óhefðbundin rými og er því sérstaklega hrifin af Sláturhúsinu.

Auk þess að vinna að nýjum verkum og sýna eldri, heldur Billie fyrirlestur fyrir nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum, en koma hennar er liður í verkefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sem felst í því að bjóða sviðslistafólki að vinna að verkum sínum á Austurlandi með það að markmiði að efla faglegt umhverfi sviðslista á svæðinu með samvinnu heimamanna og þeirra listamanna sem hingað koma.

Deep Brown Sea fjallar um hvernig efla má sköpun og uppbyggingu hreyfinga, leyfa náttúrulegum og ljóðrænum sambræðingi tóna og hreyfinga bergmála í tíma og rúmi.

Sýningin hefst klukkan 18:00, frítt er inn og allir velkomnir. Hér má fylgjast með viðburðinum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.