Krossar og þakkir á Skriðuklaustri

krossar_thakkir_klaustur.jpg
Sunnudaginn 17. mars verða tvær sýningar opnaðar í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri. Um er að ræða páska- og vorsýningar Gunnarsstofnunar.

Í stássstofu verður opnuð sýning á útskornum krossum úr viði og steini eftir Akureyringinn Jón Geir Ágústsson. Sú sýning ber heitið „Krossferli að fylgja þínum“. 

Hún var fyrst sett upp á Hólum í Hjaltadal enda mikið af efnivið listamannsins sótt í Hólabyrðu og timburafganga úr Auðunarstofu. Jón Geir hefur allt frá 1982 unnið með krossformið og efniviðurinn er ólíkar viðartegundir, trjábörkur, hvaltönn, messing og sandsteinn.

Í gallerí Klaustri sýnir Sigurður Ingólfsson ljóðskáld eigin teikningar sem m.a. skreyta nýjustu ljóðabók hans. Útgáfu bókarinnar verður fagnað við sýningaropnun en bók og sýning bera sama titil: „Ég þakka“.

Sýningarnar verða opnaðar kl. 14 og eru allir velkomnir. Opið verður á Skriðuklaustri kl. 12-17 sunnudagana 17. og 24. mars og hádegis- og kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi. Einnig verður opið um páskana og eru upplýsingar um það á heimasíðunni www.skriduklaustur.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.