Kvenfélagið á Breiðdalsvík með sumarkaffi
Kvennfélagið Hlíf á Breiðdalsvík var með kaffihlaðborð í tilefni sumardagsins fyrsta í Gamla kaupfélaginu. Fjöldi fólks mætti á hlaðborðið og fékk sér kaffi og hnallþórur.Nú stendur yfir sýning í Gamla kaupfélaginu á myndum hjónanna Mariettu Maissen og Péturs Behrens, á grafíkverkum og vatnslitamyndum Mariettu Maissen og myndskreytingum Pétur Behrens við Hrafnkellssögu Freysgoða.