Skip to main content

Kynnir Freyjuginningu á Skriðuklaustri

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. jún 2010 10:54Uppfært 08. jan 2016 19:21

Rithöfundurinn Christina Sunley kynnir bók sína Freyjuginningu á Skriðuklaustri sunnudaginn 6. júní og segir frá tilurð hennar og tengslum sínum við Ísland.

cristina_sunley.jpgSunnudaginn 6. júní klukkan 16:00 mun bandaríski rithöfundurinn Christina Sunley lesa úr bók sinni Freyjuginningu á Skriðuklaustri, segja frá tilurð hennar og tengslum sínum við Ísland og svara fyrirspurnum.

Christina er af íslenskum ættum, meðal annars af Vefaraættinni úr Fljótsdal. Hún dvaldi fyrir fáum árum í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri við bókarskrif. Afraksturinn er skáldsagan, The Tricking of Freya, sem kom út 2008 og fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda vestan hafs. Bókafélagið Ugla gaf hana út fyrir síðustu jól í íslenskri þýðingu Þórdísar Bachmann undir heitinu Freyjuginning.

Í sögunni er skyggnst inn í íslenskan menningarheim frá sjónarhóli fólksins sem yfirgaf Ísland undir lok nítjándu aldar en varðveitti íslenska menningu fjarri ættjörðinni. Sögusviðið er Íslendingaslóðir í Kanada en leikurinn berst einnig til Íslands og Fljótsdalshéraðs. Dagskráin fer fram á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis og opið í kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi.

Sjá nánari upplýsingar um höfundinn og bókina hér.