Í lautarferð með Prins póló
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. jún 2010 12:16 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Systkinin Þorsteinn Ívan og Mekkín Ann Bjarkabörn brugðu sér í lautarferð á dögunum, snæddu Prins Póló og drukku vatn með.
Það er nú alltaf spurning um að kalla þetta lautarferð, ekki var nú mjúkri graslautinni með blómskrúði í skjóli trjáa fyrir að fara. Þau settust einfaldlega niður og létu nótt sem nam á grjótharðri steinastéttinni þeirri arna, meðan móðir þeirra sinnti torfhleðslu og tyrfingu í nágreninu. Það er jú allavega ekki staðurinn þar sem áð er sem skiptir máli, auðvitað er það nestið sem skiptir mestu máli og þegar Prins póló er í boði er aðalatriðið að setjast sem fyrst niður, þá skiptir ekki öllu með staðinn.