Leggja 22,6 milljónir í samfélagsmálefni

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði og hennar stærsti eigandi, Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, veittu nýverið 22,6 milljónir til samfélagsmálefna á Fáskrúðsfirð á aðalfundum félaganna. Hvort félag um sig skilaði hagnaði yfir milljarði króna á síðasta ári.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá aðalfundunum sem haldnir voru hvor á eftir öðrum.

Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar á síðasta ári nam rúmum 1,6 milljarði króna, 17% minna en árið áður. Helsta ástæða minni hagnaðar er styrk krónunnar og minni loðnukvóti. Hagnaður Kaupfélagsins nam tæpum 1,4 milljörðum króna en félagið á 83% í Loðnuvinnslunni.

Stærsta einstaka styrkinn fékk knattspyrnudeild Leiknis, tíu milljónir króna. Hann er hins vegar nokkuð frábrugðin öðrum því hluti styrsins eru afnot af rútu Loðnuvinnslunnar, auglýsing á keppnistreyjum og fleira slíkt.

Næsta stærsta styrkinn fékk starfsmannafélag Loðnuvinnslunnar en styrkurinn nýtist meðal annars í starfsmannaferð.

Bæjarhátíðin og félagið að baki henni fengu samanlagt 1,6 milljónir, 800 þúsund frá hvoru félagi.

Fimleikadeild Leiknis fékk eina milljón til tækjakaupa frá Loðnuvinnslunni auk þess sem hún styrktu björgunarsveitina Geisla um milljón til reksturs björgunarbátarins Hafdísar.

Kaupfélagið veitti Hollvinasamtökum Skrúðs tvær milljónir en hópurinn stendur fyrir uppbyggingu og viðhaldi á félagsheimilinu. Félagið fékk einnig styrk í vinnuna í fyrra.

Að lokum fékk Heilbrigðisstofnun Austurlands eina milljón til tækjakaupa.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.