Leita að starfsfólki við tökur á stuttmynd á Eskifirði

Um þessar mundir standa yfir tökur á stuttmyndinni Fate, eða Örlög, á Eskifirði. Leikstjóri myndarinnar, Elsa G. Björnsdóttir, er ættuð frá Stöðvarfirði en tökuliðið er fámennt og auglýsir í dag eftir starfsfólki til að aðstoða við að klára tökurnar.


Elsa, leikstjóri myndarinnar, er heyrnalaus og það eru margir leikaranna í myndinni líka. Áður hefur Elsa unnið til verðlauna fyrir stuttmyndina Sagan endalausa.

 

Leikararnir í myndinni eru allir íslenskir nema einn sem er danskur en meðal leikara í myndinni er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

 

Tökur hófust þann 5. ágúst og eiga eftir að standa í um tvo daga í viðbót en nánast allt myndefni er tekið upp á Eskifirði.

 

Margrét Pétursdóttir aðstoðarleikstóri myndarinnar segir tökuliðið einfaldlega of fáliðað og því auglýsi þau nú eftir fólki til að aðstoða þau við að klára. „Af því að við erum of fá þá eru allir að niðurlotum komnir. Við höfum verið að leita að fólki til þess að búa til kaffi handa okkur, þurrka upp og ganga frá og svo framvegis,“ segir Margrét.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.