Leitað að útvarpsfólki framtíðarinnar
Sigyn Blöndal, sem stýrir Stundinni okkar í Sjónvarpinu, er væntanleg austur um næstu helgi með námskeið í útvarpsmennsku fyrir nemendur í 5. – 10. bekk grunnskólanna.
Efni frá námskeiðinu er meðal annars ætlað til flutnings í Ríkisútvarpinu. Fræðst verður um efnistök, aðferðir, upptöku- og klippitækni, auk þess að gera æfingar og vinna stutt brot í útvarpi.
Einnig verður farin sýnisferð í starfsstöð RÚV á Austurlandi og þeim veitt innsýn í heim fréttamennsku.
Nauðsynlegt er að þeir krakkar sem vilja koma á eigin vegum sæki um þátttöku í netfangið
Námskeiðið verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardag og sunnudag. Þátttökugjald er 2000 krónur. Umsóknarfrestur er til klukkan 18 í dag.