Leitað að útvarpsfólki framtíðarinnar

Sigyn Blöndal, sem stýrir Stundinni okkar í Sjónvarpinu, er væntanleg austur um næstu helgi með námskeið í útvarpsmennsku fyrir nemendur í 5. – 10. bekk grunnskólanna.


Efni frá námskeiðinu er meðal annars ætlað til flutnings í Ríkisútvarpinu. Fræðst verður um efnistök, aðferðir, upptöku- og klippitækni, auk þess að gera æfingar og vinna stutt brot í útvarpi.

Einnig verður farin sýnisferð í starfsstöð RÚV á Austurlandi og þeim veitt innsýn í heim fréttamennsku.

Nauðsynlegt er að þeir krakkar sem vilja koma á eigin vegum sæki um þátttöku í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Í umsóknarbréfi komi fram nafn, kennitala og skóli auk nokkurra orða um áhuga eða reynslu af fjölmiðlum og öðrum áhugamálum.

Námskeiðið verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardag og sunnudag. Þátttökugjald er 2000 krónur. Umsóknarfrestur er til klukkan 18 í dag.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.