Lög Ingimars Eydal heiðruð í Fellaskóla: Myndir
Hátt í fjörutíu nemendur poppdeild tónskóla Fellabæjar fluttu í gærkvöldi lög Ingimars Eydal. Kennari þeirra segir að lög Ingimars hafi orðið fyrir valinu því fáir krakkana þekktu til hans og þörf að kynna tónlistarmanninn fyrir þeim.
Um 150 manns voru samankomnir í Fellaskóla í gærkvöldi þegar nemendur tónskólans héldu tónleika með lögum Ingimars Eydals.
Nemendur í poppdeild tónskólans tóku þátt og spiluðu á allskyns hljóðfæri, sungu og sögumaður fléttaði login skemmtilega saman, svo úr varð flott sýning. Hátt í 40 krakkar tóku þátt í þessu verkefni, en þóttu tónleikarnir takast vel í alla staði.
Lögin voru slagarar á við „Hún er svo sæt,“ „Vor í Vaglaskógi“ og „Sjómannavalsinn“ en samtals voru flutt 12 lög.
„Við völdum Ingimar Eydal til að kynna krökkunum fyrir þessum merkilega tónlistarmanni þar sem fæstir könnuðust við hann áður en var farið í þetta verkefni,“ segir Hafþór Valur Guðjónsson tónlistarkennari við skólann.
Aðspurður segir Hafþór að þetta sé hluti af þeirra starfi í tónlistarskólanum en að þau hafi núna breytt aðeins útaf vananum sem verður vonandi gert oftar.
„Við notuðumst við miklu stærra hljóðkerfi en vanalega og vorum með ljósakerfi og gerðum svolítið meira úr þessu núna en venjulega, sem er mjög skemmtilegt og gefur krökkum smá sýn inní svona tónleikahald.“
Meðfylgjandi myndaalbúm: