Skip to main content

Líður stundum eins og brjáluðum vísindamanni

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. maí 2017 14:40Uppfært 02. maí 2017 14:42

„Með því að gera þetta svona sjálf, er þetta ódýrara fyrir mig reyni ég að koma áfram, það er ódýrara það sem ég er að selja en að kaupa garn út úr búð,“ segir Inga Rós Unnarsdóttir á Egilsstöðum, en hún litar garnið sitt í eldhúsinu heima. Inga Rós var í þættinum Að austan á N4.



Inga Rós segir að sér þyki skemmtilegast að blanda og búa til sína eigin liti á garnið og vinnur þá gjarnan með ákveðin þemu. Hún hefur unnið með íslenska náttúru og búið til hespur sem hún kallar annars vegar Eldfjall og hins vegar Íshelli. Um þessar mundir sækir hún innblástur í ásatrúna og hefur útbúið liti sem heita Óðinn og Frygg, en þeir tengjast og hægt er að tengja þá saman í prjónaverkefnum.

Inga Rós er með vörurnar sínar á síðunni etsy.com