Lionsfélagar styrktu hollvini heilbrigðisþjónustu

Lionsklúbburinn Múli veitti nýverið Hollvinasamtökum heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði 300.000 króna styrk. Styrkurinn var veittur við lok 46. starfsárs klúbbsins.


Starf klúbbsins var með hefðbundnu sniði á starfsárinu. Stærsta fjáröflunin var útgáfa auglýsingadagatals þar sem fyrirtæki á Héraði kaupa auglýsingar og leiga leiðiskrossa í grafreiti sem settir eru upp yfir jólahátíðina.

Þeir peningar sem safnast renna í svokallaðan verkefnasjóð og eru notaðir til að styrkja ýmis málefni, bæði einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda og hin ýmsu félagasamtök.

Einnig hefur klúbburinn í mörg ár haldið jólaball í samstarfi við Fljótsdalshérað. Haldið er skákmót í samstarfi við grunnskóla á Héraði sem kennt er við Múla, þar sem klúbburinn gefur verðlaun.

Styrjum úr verkefnasjóðnum var úthlutað á síðasta fundi starfsársins 2015-2016. Hollvinasamtökin fengu stærsta styrkinn en að auki fengu Skíðafélagið í Stafdal og Örvar, íþróttafélag fatlaðra, 50 þúsund króna styrk hvort.

Gísli Sigurðsson, gjaldkeri Múla, Guðlaugur Sæbjörnsson gjaldkeri hollvinasamtakanna og Þórarinn Pálmason, varaformaður næsta starfsárs.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.