Listamannaspjall í Skaftfelli á morgun

skaftfellBoðið verður upp á listamannaspjall í Skaftfelli á Seyðisfirði með þremur nýjum gestalistamönnum sem komnir eru til staðarins og munu á næstunni starfa í gestavinnustofum á vegum Skaftfells sem er miðstöð myndlistar á Austurlandi.
 
Skaftfell rekur þrjár gestavinnustofur á Seyðisfirði, Skaftfell, Hól og Norðurgötu.

Þeim er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna, heimamanna og gesta. Einnig að búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins og búa listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi.

Listamennirnir sem nú eru komnir til dvalar eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Manfred Hubmann frá Austurríki og Yann Leguay frá Belgíu. 


Þau verða með stutta kynningu klukkan 21:00 í Bókabúðinni-verkefnarými. Spjallið fer fram á ensku og verða léttar veitingar í boði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.