Listamannaspjall í Skaftfelli á morgun
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. maí 2013 21:18 • Uppfært 08. jan 2016 19:24
Boðið verður upp á listamannaspjall í Skaftfelli á Seyðisfirði með þremur nýjum gestalistamönnum sem komnir eru til staðarins.
Listamennirnir eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Manfred Hubmann frá Austurríki og Yann Leguay frá Belgíu.
Þau verða með stutta kynningu klukkan 21:00 í Bókabúðinni-verkefnarými. Spjallið fer fram á ensku og verða léttar veitingar í boði.