Listamenn á Breiðdalsvík koma úr felum
Sýning á málverkum og teikningum eftir Breiðdælinga opnar í Breiðdalssetri um helgina.
„Við höfum verið með sambærilegar sýningar undanfarin tvö ár hér í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík, í fyrra var þemað útskurður og þar áður útsaumur og önnur slík handavinna,“ segir Arna Silja Jóhannsdóttir, starfsmaður Breiðdalsseturs, sem staðsett er í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík.
Arna Silja segir sýningar sem þessar vera lið í því að tengja heimafólk og sýna hvað í því býr. „Það er kominn bunki af verkum inn á borð til mín, en ég myndi helst vilja fá enn fleiri. Myndirnar koma úr öllum áttum og það kemur mér skemmtilega á óvart hve marga frábæra listamenn við eigum hérna á Breiðdalsvík sem hafa verið í felum hingað til.“
Sýningin opnar á sunnudag og stendur yfir í tvær vikur.
„Sýningarnar hafa vakið mikla lukku, sérstaklega hjá heimafólki sem þekkir listamennina. Ég vil endilega hvetja þá Breiðdælinga sem liggja á listaverkum að koma þeim til mín,“ segir Arna Silja, en einnig má hafa samband gegnum netfangið


