Ljóðkonudagur á Skriðuklaustri
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. feb 2011 21:18 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Konudagurinn hefur undanfarin ár verið dagurinn sem starfsemi á
Skriðuklaustri hefur rumskað af miðsvetrarblundi. Engin undantekning
verður gerð á því í ár. Að þessu sinni munu nokkur skáld lesa ljóð eftir
konur og um konur og vonandi fyrir konur einnig.
Davíð Stefánsson, Sigurður Ingólfsson og félagar úr ljóðafélaginu Hása kisa, meðal annars Stefán Bogi og Ingunn Snædal, munu mæta og hefja lestur um kl. 14.00.
Aðgangur er ókeypis en eftir ljóðlesturinn verður opið í kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi fram til kl. 17.00. Tilvalin viðburður fyrir austfirska karlmenn sem eiga ljóðelskar konur.
Aðgangur er ókeypis en eftir ljóðlesturinn verður opið í kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi fram til kl. 17.00. Tilvalin viðburður fyrir austfirska karlmenn sem eiga ljóðelskar konur.