Ljósmyndasýning á grindverki

fiannpaul.jpgLjósmyndarinn Fiann Paul sýnir þessa dagana myndir af slóðum Inúíta á Grænlandi á grindverkinu við sundlaugina á Egilsstöðum.

Fiann Paul er þekktur sem annar af höfundum "The dialog" verkefninu. Það var ljósmyndasýning af íslenskum börnum sem þöktu vegginn á húsi á mótum Austurstrætis og Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur.

Sumar myndanna á sýningunni voru notaðar til að kynna Grænland í  Norðurheimskautsvetrarleikunum í Kanada árið 2010, ásamt myndum frá Ragnari Axelsyni.

Sýningin stendur til morguns. Nánari upplýsingar um Fiann má finna á www.fiannpaul.com.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.