Lokahátíð Þjóðleiks á morgun

thjodleikur.jpg
Leiklistarhátíð ungmenna, Þjóðleikur, haldin á Austurlandi í þriðja sinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Sýnd verða þrjú leikverk sem frumsamin voru fyrir verkefnið.

Hlín Agnarsdóttir skrifaði verkið Perfect, Hallgrímur Helgason samdi leikritið Tjaldið og Salka Guðmundsdóttir er höfundur leikverksins Manstu. Á hátíðinni sýna sex hópar austfirskra ungmenna uppfærslur sínar af verkunum. Alls taka um 130 manns þátt í hátíðinni í ár.

Hátíðin hefst klukkan 10 á laugardagsmorgni með skrúðgöngu frá Egilsstaðaskóla niður að Sláturhúsinu, menningarmiðstöð, þar sem sýningarnar fara fram. Um kvöldið lýkur hátíðinni með kvöldvöku í bragganum við Sláturhúsið.

Þjóðleikur er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og ýmissa menningarmiðstöðva, skóla og leikfélaga á Austurlandi og var áður haldinn árin 2009 og 2011. Í vor verða einnig haldnar Þjóðleikshátíðir á Norðurlandi og Suðurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.