Skip to main content

Loksins nýtt lag frá Súellen: Myndband

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. mar 2012 10:57Uppfært 08. jan 2016 19:22

img_1860.jpg
Norðfirska stuðbandið Súellen hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Hraðinn og lífið. Lagið er það fyrsta frá hljómsveitinni í sjö ár og hið fyrsta af væntanlegri breiðskífu. Það er eftir gítarleikarann Bjarna Kristjánsson en textinn eftir söngvarann Guðmund Rafnkel Gíslason.

Bandið, sem var á hátindi ferils síns í kringum 1990, hefur farið mikinn að undanförnu. Það spilaði á Austfirðingaballi í Kópavogi um síðustu helgi og kom við það tækifæri fram á Rás 2. Í haust var sett upp sérstakt rokkshow sveitarinnar í Egilsbúð undir heitinu „Ferð án enda." Hægt er að sækja lagið á Tonlist.is.