Norðfirska stuðbandið Súellen hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Hraðinn og lífið. Lagið er það fyrsta frá hljómsveitinni í sjö ár og hið fyrsta af væntanlegri breiðskífu. Það er eftir gítarleikarann Bjarna Kristjánsson en textinn eftir söngvarann Guðmund Rafnkel Gíslason.
Bandið, sem var á hátindi ferils síns í kringum 1990, hefur farið mikinn að undanförnu. Það spilaði á Austfirðingaballi í Kópavogi um síðustu helgi og kom við það tækifæri fram á Rás 2. Í haust var sett upp sérstakt rokkshow sveitarinnar í Egilsbúð undir heitinu „Ferð án enda." Hægt er að sækja lagið á Tonlist.is.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.