LungA 2012: Myndaveisla
LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, lauk á laugardag með risatónleikum og uppskeruhátíð. Almennt gekk hátíðin vel en tvær kærur vegna líkamsárása á lokakvöldinu hafa verið lagðar fram.
Það var þó ástin sem réði ríkjum í lok tónleikanna þegar boðorð var borið upp - og samþykkt - á sviðinu. Fjöldi erlendra gesta var á hátíðinni í dag sem þykir vera orðin ein besta unglingahátíð Evrópu.
Á fimmtudagskvöldi var að vanda tískusýning og uppskeruhátíð listasmiðja, sem í boði voru í vikunni, á laugardeginum.
Skipuleggjendur og gestir hátíðarinnar bera sig vel eftir hátíðina. Lögreglan tekur undir það. Eitt smávægilegt fíkniefnamál hafi komið upp og nokkrir pústrar á laugardagskvöldinu en þá fjölgar verulega í bænum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram vegna líkamsárása það kvöld og eru málin í rannsókn.
Myndir: Alísa Ugla Kalyanova/http://lunga2012.tumblr.com