LungA: Vinnufúsar hendur smíðuðu flugvélamódel

Fjöldi Seyðfirðinga, einkum af yngri kynslóðinni, safnaðist saman á planinu við Herðubreið í gær. Þar var í boði smíðaefni fyrir flugvélamódel og hendur voru látnar standa fram úr ermum.


„Við höfum fengið virkilega frábæra starfskrafta. Börnin hafa gríðarlegt ímyndunarafl og þau hafa skemmt sér vel,“ segir Conni Vonstrup, starfsmaður Tækniminjasafnsins sem stýrði smiðjunni.

Um 120 ungmenni taka þátt í LungA-smiðjunum í ár. Hátíðin var sett á sunnudag og lýkur á laugardag með uppskeruhátíð þar sem afrakstur vikunnar er sýndur og síðan útitónleikum.

Í vikunni eru í boði fleiri viðburðir sem bæjarbúar geta tekið þátt í og var módelgerðin meðal þeirra. „Við ætlum að hafa flugvélarnar við sviðið á tónleikunum. Hátíðin er styrkt af Flugfélagi Íslands og okkur fannst skemmtilegra að gera svona flugvélar heldur en hengja upp auglýsingaborða,“ útskýrir Conni.

Flugvélarnar voru skrautlegar að sjá en vart til þess bærar að hefja samkeppni í innanlandsflugi. Sumir spurðu meira að segja hvort þeir gætu hannað dróna. Á mánudag að hátíðinni lokinni fá börnin síðan að sækja flugvélarnar sem þau gerðu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.