„Margir fóru heim ríkari en þeir komu“

„Þarna mátti sjá menn frá Reykjavík og nágrenni, Siglufirði, Akureyri, Dalvík og víða að Austurlandi,“ segir Sigurður Freysson, meðlimur í Bridgefélagi Fjarðabyggðar, en mót til minningar um Aðalstein Jónsson var haldið í Valhöll um helgina.



Aðalsteinn Jónsson hefði orðið 95 ára þann 30. janúar síðastliðinn og í tilefni þess blés Bridgefélag Fjarðabyggðar í samvinnu við fjölskyldu Aðalsteins til stórmóts þar sem spilað var í tvímenning. Veislukvöldverður var á laugardagskvöldið og stóð hann öllum opinn.

Sigurvegarar helgarinnar voru þeir Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson.

„Þeir voru heimsmeistarar í kringum 1990 og mikill heiður að fá þá til okkar á þetta mót. Heimamenn skipuðu svo þriðja sætið, en komu ekki aftur við sögu fyrr en í því sjötta,“ segir Sigurður.

 



Fyrstu fimm sætin má sjá hér að neðan og heildarúrslitin er að finna hér.

  1. 25 1617,1 64,2 Jón Baldursson - Sigurbjörn Haraldsson
  2. 18 1537,6 61,0 Aðalsteinn Jörgensen - Bjarni H Einarsson
  3. 9 1511,0 60,0 Guttormur Kristmannsson - Magnús Ásgrímsson
  4. 15 1459,0 57,9 Hallgrímur Hallgrímsson - Guðmundur Baldursson
  5. 29 1425,9 56,6 Pétur Guðjónsson - Valmar Valjaots

 

Vilja þakka fjölskyldu Aðalsteins

„Stemmningin var mjög góð og þarna var dúndrandi matarveisla milli daga. Þátttakan var kannski aðeins minni en við vonuðumst til en það kom ekki að sök, þarna skein gleði og einbeiting úr hverju andliti. Okkur langar til þess að þakka öllum sem gerðu þetta mót að veruleika, þá sérstaklega fjölskyldu Aðalsteins, þetta hefði ekki verið gerlegt án þeirra.“

Vegleg peningaverðlaun voru í boði fyrir fimm fyrstu sætin, sem og það níunda og sautjánda. Einnig voru veitt tíu umferðaverðlaun. „Þetta var virkilega skemmtilegt og ekki skemmdi fyrir að margir fóru heim ríkari en þeir komu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.