ME áfram í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Verkmenntaskóli Austurlands tapaði sinni fyrstu viðureign.


Verkmenntaskólinn átti fyrstu keppni ársins á mánudagskvöld móti Menntaskólanum á Ísafirði. Ísfirðingar unnu 18-24.

VA var með sama lið og í fyrra þau Mörtu Guðlaugu Svavarsdóttur, Þorvald Martein Jónsson og Sigurð Gunnþórsson.


Menntaskólinn á Egilsstöðum burstaði Menntaskólann við Sund 31-14. Liðið skipa þau Alexander Ingi Jónsson, Ása Þorsteinsdóttir og Gísli Björn Helgason.

Fyrstu umferð lýkur í vikunni og í lok hennar verður dregið í aðra umferð. Þar er liðunum raðað í tvo styrkleikaflokka eftir stigaskori í fyrstu umferð og verður að teljast líklegt að ME verði þar í efri flokki.

Mynd: Æfingahópur VA. Mynd: VA

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.