ME-ingar á ferð í dimmiteringu

Hópur útskriftarnema úr Menntaskólanum á Egilsstöðum var áberandi á götum bæjarins í gær þar sem þau fóru um og dimmiteruðu.


Dagurinn hófst á því að vekja kennara en síðan var borðaður morgunmatur í skólanum. Eftir hádegið fór hópurinn síðan í ratleik í bænum. Endað var á lokaballi ME. 

Flestir í hópnum voru klæddir upp sem vörtusvínið Púmba úr Disney-myndinni um konung ljónanna en nokkrir sem geimveran Stitch úr Lilo og Stitch.

Próf eru í ME 13. - 18. maí og útskrifað laugardaginn 21. maí. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.