![](/images/stories/news/2016/me_dimmitering_2016_0012_web.jpg)
ME-ingar á ferð í dimmiteringu
Hópur útskriftarnema úr Menntaskólanum á Egilsstöðum var áberandi á götum bæjarins í gær þar sem þau fóru um og dimmiteruðu.
Dagurinn hófst á því að vekja kennara en síðan var borðaður morgunmatur í skólanum. Eftir hádegið fór hópurinn síðan í ratleik í bænum. Endað var á lokaballi ME.
Flestir í hópnum voru klæddir upp sem vörtusvínið Púmba úr Disney-myndinni um konung ljónanna en nokkrir sem geimveran Stitch úr Lilo og Stitch.
Próf eru í ME 13. - 18. maí og útskrifað laugardaginn 21. maí.