ME og Fljótsdalshérað komin áfram
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. jan 2012 16:11 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið áfram í spurningakeppninni
Gettu betur og Fljótsdalshérað sló Dalvíkurbyggð út úr Útsvarinu í
gærkvöldi.
ME burstaði lið Framhaldsskólans á Tröllaskaga í fyrstu umferð spurningakeppni framhaldsskólanna á fimmtudagskvöld, 17-1. Austfirðingarnir voru með örugga forustu eftir hraðaspurningarnar, 9-1. Í ME-liðinu í ár eru þeir Hrólfur Eyjólfsson, Arnar Jón Guðmundsson og Helgi Týr Tumason.
Mun meiri spenna var í gærkvöldi þar sem liðin skiptust á forustunni. Héraðsbúarnir sigu þó fram úr í lokin og unnu 80-74.
Lið Verkmenntaskóla Austurlands mætir Fjölbrautaskóla Vesturlands í Gettu betur á mánudagskvöld.
Mun meiri spenna var í gærkvöldi þar sem liðin skiptust á forustunni. Héraðsbúarnir sigu þó fram úr í lokin og unnu 80-74.
Lið Verkmenntaskóla Austurlands mætir Fjölbrautaskóla Vesturlands í Gettu betur á mánudagskvöld.