ME og Fljótsdalshérað komin áfram

gettu_betur_me.jpgLið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið áfram í spurningakeppninni Gettu betur og Fljótsdalshérað sló Dalvíkurbyggð út úr Útsvarinu í gærkvöldi.

 

ME burstaði lið Framhaldsskólans á Tröllaskaga í fyrstu umferð spurningakeppni framhaldsskólanna á fimmtudagskvöld, 17-1. Austfirðingarnir voru með örugga forustu eftir hraðaspurningarnar, 9-1. Í ME-liðinu í ár eru þeir Hrólfur Eyjólfsson, Arnar Jón Guðmundsson og Helgi Týr Tumason.

Mun meiri spenna var í gærkvöldi þar sem liðin skiptust á forustunni. Héraðsbúarnir sigu þó fram úr í lokin og unnu 80-74.

Lið Verkmenntaskóla Austurlands mætir Fjölbrautaskóla Vesturlands í Gettu betur á mánudagskvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.